Boplan árekstrarvarnir

Við bjóðum upp á fjölbreyttar lausnir frá Boplan fyrir t.d. vöruhús, iðnað, framleiðslu og flugvelli. FLEX IMPACT® árekstrarvarnirnar frá Boplan koma í einingum og eru mjög auðveldar í uppsetningu, þola mikið högg og halda vel lögun, útliti og eiginleikum eftir árekstur. Sjá bækling frá Boplan hér.

Meðal þess sem við bjóðum upp á frá Boplan eru:

  • Handrið
  • Öryggishindranir og varnargrindur
  • Öryggisstaurar (bollards)
  • Rekkavarnir (rack protection)
  • Hornvarnir fyrir t.d. burðarbita og veggi
  • Öryggishlið
  • Kick rails and wheel stoppers
  • Dock protection
  • Protective bumpers

FLEX IMPACT®

FLEX IMPACT® er sérstaklega hannað til að skapa öruggt vinnuumhverfi á hagkvæman hátt og tryggir öryggi á fólki, tækjum, verkfærum, vörum, byggingum og öðrum innviðum þar sem lyftarar, tjakkar eða önnur ökutæki eru notuð.

Tafir vegna bilana á tækjum vegna árekstra geta verið kostnaðarsöm, svo ekki sé minnst á þann skaða sem getur orðið vegna slysa á fólki. Þess vegna hefur FLEX IMPACT®  línan verið vandlega prófuð til að standast ýtrustu öryggiskröfur. 

FLEX IMPACT® kemur í einingum sem auðveldar alla uppsetningu og útskiptum á einstaka pörtum ef þörf er á. 

ICE FLEX Árekstrarvarnir

Árekstrarvarnir frá Boplan sem eru sérstaklega gerðar fyrir -30°C til 0°C. Hentar mjög vel fyrir alls konar frystigeymslur, kæligeymslur og frystihús.

Hér má finna bækling um þessa nýju línu: 

Brochure_ICE_FLEX_EN_20-03

Hér má finna nánari upplýsingar um stærðir:

ICE FLEX spec sheet (5)

Hafðu samband við okkur til að fá tilboð.

Til að auka öryggi gangandi á vinnustað með lyfturum og öðrum ökutækjum innanhúss. Hannað með það að markmiði að aðgreina á skýran hátt svæði fyrir umferð og gangandi til að auka öryggi.

Árekstrarvarnir fyrir lyftara og önnur tæki til að auka öryggi á vinnusvæði og vernda tæki og byggingar. Tilvalið fyrir t.d. lager.

Stólpar sem eru ætlaðir fyrir innganga/útganga.

Rekkavarnir koma ekki eingöngu í veg fyrir háan kostnað við árekstur, heldur líka skaða á fólki.

Varnir fyrir veggi, burðarbita og horn sem kemur í veg fyrir að burðarþol byggingar komi í hættu.

AXES GATE Fallvarnarhlið

XTRA GRIP

Dock Protection