Iðnaðarhurðir & árekstrarvarnir

Mikið úrval af iðnaðarhurðum og bílskúrshurðum. Allt frá ódýrum hurðum yfir í hurðir í hæsta gæðaflokki sem opnast hratt og endast lengi. Seljum traustar árekstrarvarnir frá Boplan.

okkar hlutverk

Ráðlagning

Við veitum viðskiptavinum okkar ráðgjöf við val á réttri lausn hverju sinni.

Þjónusta

Við búum yfir áralangri reynslu af viðhaldi á iðnaðarhurðum og þjónustum iðnaðarhurðir frá öllum framleiðendum. Við bjóðum upp á þjónustusamninga við fyrirtæki, húsfélög og einstaklinga.

Uppsetning

Við bjóðum upp á uppsetningu á iðnaðarhurðum og árekstrarvörnum hvort sem það er keypt hjá okkur eða ekki.

Samstarfsaðilar

Butzbach iðnaðarhurðir. Við erum þjónustu- og umboðsaðili fyrir Butzbach iðnaðarhurðir. Butzbach býður upp á vandaðar og sérhæfðar lausnir þegar kemur að iðnaðarhurðum þar sem kröfur eru gerðar um gæði og áreiðanleika. Sjá bækling hér.

Boplan árekstrarvarnir. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af árekstrarvörnum frá Boplan ásamt fylgihlutum fyrir hurðir s.s. umferðaljós, akstursskynjara o.fl.

Effertz eldvarnar- og flóðvarnarlausnir. Effertz eldvarnarhurðirnar og flóðvarnarhurðirnar henta vel fyrir staði þar sem er eld- eða flóðhætta. 

Schneider Torsysteme iðnaðarhurðir. Hágæða Austurrískar iðnaðarhurðir. Frá þeim bjóðum við upp á flekahurðir, vængjahurðir og seglhurðir gerðar úr áli og stáli sem henta fyrir iðnað, aðila sem sinna neyðarútköllum (sjúkrahús t.d.), slökkviliðsstöðvar og aðra.

Haagh Protection öryggisbúnaður. Lausnir fyrir vöruhúsnæði til að auka öryggi við flutninga á vörum t.d. á milli hæða. 

AG Environmental Solutions Lofthurðir. Búnaður sem kemur í veg fyrir gegnumtrekk þegar opnaðar eru hurðir

Hafðu samband eða fáðu tilboð

Vöruúrval