Lofthurðir

Frá AG Environmental Solutions

Lofthurðir eru tæki sem eru settar fyrir ofan hurð til að koma í veg fyrir gegnumtrekk og/eða varmatap. Notað t.d. í mörgum verslunum, en hentar einnig fyrir staði þar sem halda þarf ákveðnu hitastigi.

Enershield

Aukin loftgæði

Á fjölförnum stöðum getur verið erfitt að halda þægilegu hitastigi ásamt góðum loftgæðum, eins og t.d. á flugvöllum.

Enershield lofthurðin frá AG Environmental Solutions má staðsetja fyrir ofan útidyrahurðir. Með því að blása lofti fyrir framan hurðina býr tækið til “lofthurð” sem kemur í veg fyrir að loft komist út. 

Enershield er vel hannað og er hægt að fá í hvaða lit sem er.

Helstu kostir:

  • Dregur úr mengun innanhúss
  • Lækkar kyndikostnað
  • Meiri loftgæði og ánægðari viðskiptavinir
  • Umhverfisvænt

Brugghús

Sérhannaðar lausnir fyrir drykkjarframleiðendur

Það getur verið áskorun fyrir drykkjarframleiðendur að uppfylla þær ströngu kröfur sem á þá er lagt við framleiðslu á drykkjarvörum. 

Enershield lofthurðirnar eru mjög góðar í að búa til lofthurð sem heldur hlýju lofti inni og kemur í veg fyrir að óhreint loft eða ryk komist inn. Enershield notar litla orku og getur því sparað umtalsverða fjármuni við kyndikostnað. 

Matvælaframleiðendur

Enershield hentar mjög vel fyrir matvælaframleiðendur

Hvort sem markmiðið er að uppfylla hreinlætisskilyrði eða að koma í veg fyrir mengun af völdum óhreininda úr ytra umhverfi, þá kemur Evershield að góðum notum. 

Með því að setja Eversheild fyrir ofan hurðir sem skilja að rými til matvælaframleiðslu má koma í veg fyrir að óhreinindi komist í matinn.